Ferill 991. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1454  —  991. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um stuðning við almenningssamgöngur.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hver hefur stuðningur ríkisins verið við almenningssamgöngur ár hvert árin 2017–2023? Svar óskast sundurgreint eftir samgöngumáta, því hvort um er að ræða samgöngur innan landshluta eða á milli landshluta og því hvort um er að ræða kostnað við uppbyggingu, stuðning við rekstur eða styrki til notenda. Jafnframt er þess óskað að fram komi heildarútgjöld og útgjöld reiknuð á hvern farþega. Svarið skal ná til farþegaflutninga á landi, á sjó og með flugi. Þess er óskað að stuðningur vegna áhrifa COVID-faraldursins verði tilgreindur sérstaklega og sundurgreindur með sama hætti.


Skriflegt svar óskast.



Greinargerð.

    Fyrirspurn sama efnis var lögð fram á 152. löggjafarþingi (538. mál).